Fimmtudagur 6. júní 2019 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín: Tónlist í Höfnum, Varnarliðssýning og Reykjanesbær 25 ára

Í Suðurnesjamagasíni að þessu sinni heimsækjum við tónlistarmann í Höfnum sem semur lög þegar hann horfir út á Eldey og sjóinn. Við skoðum nýja Varnarliðssýningu í Duus-safnahúsum í Reykjanesbæ og segjum frá 25 ára afmæli Reykjanesbæjar. Endum þáttinn á pólskri þjóðlagatónlist.

Þátturinn er sýndur á Hringbraut kl. 20.30 á fimmtudagskvöld og endursýndur næstu daga. Hann er einnig aðgengilegur hér á vf.is og þá sýnir Augnablik, rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ þáttinn.