Laugardagur 29. desember 2018 kl. 07:00

Sossa fékk áskorun í Dagblaðinu

Myndlistarkonan las um áskorunina á kaffihúsi á Króknum. Fékk Súluna - menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Margrét Soffía Björnsdóttir var ánægð að fá Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2018 og segir það alltaf heiður að fá verðlaun. Sjónvarp Víkurrétta kíkti á jólasýninguna hjá listakonunni í byrjun aðventu. 

Í jólaboði sínu sýndi Sossa nýjustu myndirnar sínar. Sossa hefur sett enn meiri menningarblæ á sýningu sína á undanförnum árum með ljóðalestri og tónlist. Góður vinur hennar, Anton Ingi Jónsson, las nokkur ljóð sem hann samdi undir áhrifum mynda frá Sossu. Þá mættu Klassart-systkinin úr Sandgerði, þau Fríða Dís og Smári, og tóku nokkur lög á sinn einstaka hátt. Tíðindamaður VF leit við og smellti af nokkrum myndum og svo tókum við listakonuna í spjall í tilefni súluverðlaunanna.