Sunnudagur 7. apríl 2019 kl. 11:28

Sjónvarp: Kardemommubærinn í Heiðarskóla

Heiðarskóli í Reykjanesbæ fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári. Á þessum tímamótum ákváðu skólayfirvöld að hafa árlega leiksýningu skólans aðeins flottari en vanalega. Kardemommubærinn var settur á svið og notast var við handrit frá Þjóðleikhúsinu. Við fórum á lokaæfingu og hittum bæjarfógeta og fleiri persónur úr Kardemommubænum.