Sunnudagur 21. mars 2021 kl. 10:45

Sjáið magnað myndskeið: Í návígi við gíg eldfjallsins

Guðjón Vilhelm komst í návígi við gíg eldfjallsins í Geldingadal í Fagradalsfjalli fyrr í dag. Hann fór upp hlíðina við gjósandi gíginn og myndaði það sem fyrir augu bar. Jörðin nötraði undir fótum hans og í viðtali við Víkurfréttir segist hann hafa verið hræddur við ástandið. Í myndskeiðinu sem fylgir er viðtal við Guðjón og einnig lýsingar sem hann tók upp á staðnum fyrr í dag.