Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 20:30

Samúel Kári og óveðursvakt á Keflavíkurflugvelli í Suðurnesjamagasíni

Annar þáttur ársins af Suðurnesjamagasíni er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld kl. 20:20. Viðfangsefni okkar í þessum þætti eru ólík. Annars vegar hittum við Samúel Kára Friðjónsson atvinnumann í knattspyrnu og hins vegar förum við út í óveðrið um síðustu helgi og sjáum hvernig Keflavíkurflugvelli er haldið opnum við erfiðar aðstæður. Þá eru einnig svipmyndir frá þettándafagnaði í Reykjanesbæ.

Suðurnesjamagasín er vikulegur frétta- og mannlífsþáttur frá Suðurnesjum og er úr smiðju Víkurfrétta. Þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, á vef Víkurfrétta og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ.