Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 21:00

Samúel Kári: Draumurinn að komast að hjá stórliði

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, fór utan sextán ára gamall til Englands þegar hann gerði samning við enska liðið Redding sem þá var í efstu deild. Nú um sjö árum síðar er hann mjög líklega á leið til annars liðs. Þá er kappinn kominn í landsliðshóp Íslands..

Samúel kom til Íslands í desember eftir að hafa leikið sinn síðasta leik með norska liðinu Víking en í þessum leik tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn í Noregi.

Sjónvarpsmenn Víkurfrétta hittu Samúel í fyrsta knattspyrnuhúsi landsins, Reykjaneshöllinni, þar sem hann hóf knattspyrnuferilinn.

Í spilaranum hér að ofan má sjá allt viðtalið við Samúel en í Suðurnesjamagasíni vikunnar er styttri útgáfa af viðtalinu.