Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 10. maí 2020 kl. 10:14

Rósa fékk afmælissönginn úti í garði

Á tímum COVID-19 hefur verið lítið um stærri mannfagnaði og afmæli. Rósa Jónsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ varð 90 ára 2. maí og börn hennar og nánustu ættingjar ákváðu að koma henni á óvart með því að óska henni til hamingju með stórafmælið og syngja afmælissönginn úti í garði.

Rósa tyllti sér á stól í garðinum og svo söng hennar fólk fyrir hana afmælissönginn. Rósa sem, eins og svo margir eldri borgarar, hefur ekki hitt marga vegna COVID-19 var að vonum ánægð þrátt fyrir öðruvísi afmælisfagnað og fékk líka afmælistertu sem gestir hennar gæddu sér á í hæfilegri fjarlægð í samkomubanni. 

Rósa er fædd og uppalin á Djúpavogi en hefur í rösk 70 ár búið á Suðurnesjum, fyrst í Sandgerði og síðan í Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar var Jón H. Júlíusson, hafnarstjóri í Sandgerði til marga ára, en hann lést 1987.  Þau eignuðust sex börn.

Víkurfréttir heyrðu af uppátæki fjölskyldunnar og laumuðu sér á staðinn og mynduðu viðburðinn. Sjáið líka myndskeið hér að neðan.