Föstudagur 23. apríl 2021 kl. 11:25

Nýtt myndband af gosinu í Fagradalsfjalli

Jón Hilmarsson, myndatökumaður Víkurfrétta, fylgist grannt með framvindu gossins í Fagradalsfjalli. Hér að ofan er nýtt myndskeið sem hann hefur tekið saman. Myndefnið var tekið upp 17. og 21. apríl sl. og sýnir þá gíga sem eru hvað virkastir núna.

Þá er hraun farið að renna frá gígunum úr Geldingadölum og yfir haft í átt að Meradölum og einnig í átt að Nátthaga.