Laugardagur 26. september 2020 kl. 08:22

Nýtt hverfi og stærri Hópsskóli í Grindavík

„Við vorum að kynna til leiks nýtt deiliskipulag sem er í auglýsingu núna en við höfum verið að vinna að skipulaginu síðasta árið eða svo. Ástæðan er sú að það hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum og ekki mikið til. Við þurfum nýtt hverfi og nýjar lóðir fyrir verktaka og einstaklinga til að byggja. Þarna erum við að útbúa hverfi sem mun rúma um 400 íbúðaeiningar ef menn fullnýta þá möguleika sem deiliskipulagið býður upp á. Þetta getur því orðið hverfi þar sem munu búa rúmlega 1.000 manns þegar það er fullbyggt,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, í samtali við Víkurfréttir.

Viðtalið við Atla Geir er í spilaranum hér að ofan en innslagið var unnið fyrir Suðurnesjamagasín.