Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 19:26

Makrílbátur strandar - video

– Sjáið myndir þegar dráttartaug slitnar og bátinn rekur aftur upp í fjöru

Makrílbátinn Sigga Gísla EA rak aftur upp í grýtta fjöru eftir að dráttartók slitnaði þegar unnið var að björgun bátsins um miðjan dag í dag.

Eins og greint var frá hér á vf.is fyrr í dag rak bátinn mannlausan úr höfninni í Keflavík þar til hann strandaði í stórgrýttri fjöru.

Víkurfréttir mynduðu björgunaraðgerðir í dag og má m.a. sjá þegar dráttartógið slitnað og bátinn rekur upp í fjöru að nýju. Þá voru tveir menn um borð í bátnum en annar þeirra var lögreglumaður.

Farið var með Sigga Gísla EA í Njarðvíkurhöfn en báturinn skemmdist og m.a. kom að honum leki.