Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 09:47

Maciej flutti fimm ára frá Póllandi og hefur leikið með öllum landsliðum Íslands í körfuknattleik

Maciej Baginski flutti frá Póllandi með móður sinni til Sandgerðis þegar hann var fimm ára árið 2000. Eftir eitt ár í leikskóla var strákur farinn að sparka fótbolta með ungum Sandgerðispeyjum en nokkrum árum síðar fluttu þau mæðgin til Njarðvíkur. Þar réttu heimamenn honum körfubolta og sögðu að það væri íþróttin fyrir hávaxinn gaur. Síðan hefur hann leikið með öllum landsliðum Íslands.

Maciej hefur að undanförnu kynnt fyrir ungmennum í Reykjanesbæ, með áherslu á að ná til grunnskólanemenda af erlendum uppruna, hvað það sé frábær leið að stunda íþróttir til að aðlagast samfélaginu á Íslandi.

Við hittum Maciej í Ljónagryfjunni og ræddum við hann um það hvernig var að alast upp á Suðurnesjum og hvað íþróttirnar hafa gert fyrir hann.