Fimmtudagur 6. febrúar 2020 kl. 20:30

Kindur í sónar, konur í húsasmíði og grindvísk tíðindi

- í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Sjónvarpsmenn Víkurfrétta eru út um allt að afla efnis í Suðurnesjamagasín í hverri viku.

Í nýjasta þættinum sláumst við í för með frístundabændum sem fóru með kindurnar sínar í sónar og létu telja fóstur.

Við hittum einnig hana Helenu sem er húsasmiður og byggir háhýsi við Keflavíkurhöfn.

Í þættinum förum við einnig til Grindavíkur og skoðum nýtt íþróttahús, auk þess að kynna okkur möguleika á því að verjast mögulegum hraunstraumi frá eldgosi.

Suðurnesjamagasín er á Hringbraut kl. 20:30 á fimmtudagskvöldum og einnig aðgengilegt á vf.is á sama tíma.