Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 17. júní 2021 kl. 18:36

Hressar gestafréttakonur, útskrift frá Keili og saga frá EM

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19:30. Tvær hressar gestafréttakonur taka völdin af ritstjóra Víkurfrétta í kvöld og mæta með viðtöl eins og þær vilja að viðtöl eigi að vera. Við fáum einnig sögu frá EM í Frakklandi 2016 og sjáum myndarlegt innslag frá útskrift Keilis en þaðan hafa yfir 4000 nemendur verið útskrifaðir frá upphafi.