Þriðjudagur 3. apríl 2018 kl. 06:00

Hótel Keflavík fékk þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar

Hótel Keflavík hlaut Þakkarverðlaun Ferðaþjónustunnar á Reykjanesi á dögunum en hótelið hefur verið starfrækt frá árinu 1986 eða í þrjátíu og tvö ár. Hótelið opnaði þann 17. maí 1986, en Steinþór Jónsson byggði hótelið upp ásamt fjölskyldu sinni, það hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og var meðal annars fyrsta fimm stjörnu hótel landsins.
 
Steinþór var í viðtali við Suðurnesjamagasín á skírdag. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.