Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. júlí 2020 kl. 09:38

Hlýtur að hafa mælst á jarðskjálftamælum - segir þjálfari Keflavíkur

„Þessi byrjun á leiknum hlýtur að hafa mælst á jarðskjálftamælum. Þetta var ótrúlegt. Maður var að fagna marki þegar maður fékk annað í andlitið,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson eftir 4:4 jafnteflisleik gegn Grindavík í Lengjudeildinni í knattspyrnu.

„Við vorum ekki nógu grimmir þegar við vorum í forystu í byrjun leiks en sýndum karakter að jafna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Við verðum að verjast betur í okkar leikjum ef við ætlum okkur að komast langt í þessari deild. Við vorum reyndar með meidda lykilmenn í þessum leik og þeir sem leystu þá af hólmi gerðu það vel. Þetta er stíft prógramm framundan, alvöru prógramm fyrir alvöru Suðurnesjamenn. Strákarnir verða að njóta á meðan við erum að leika fótbolta. Það gæti komið tilkynning um allt annað í næstu viku svo það er um að gera að upplifa.“