Þriðjudagur 6. mars 2018 kl. 09:52

Hjartastaður og undirbúningur fyrir Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars

Söfn á Suðurnesjum bjóða í tíunda sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 10. – 11. mars n.k.  og kallast þessi árlegi viðburður Safnahelgi á Suðurnesjum. Markmiðið hefur frá byrjun  verið að kynna fyrir landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á.  Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa höfuðborgarinnar að renna í bíltúr hingað suður eftir um helgina og upplifa eitthvað af því fjölmarga sem hér verður í boði. Íbúar Suðurnesja eru að sjálfsögðu líka hvattir til að kíkja við og endilega að taka með sér gesti.  
 
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta ræddi við Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, um safnahelgina og einnig sýninguna Hjartastaður, sem nú stendur yfir í listasal Reykjanesbæjar í Duus.