Miðvikudagur 28. nóvember 2018 kl. 10:32

Heilsa og hreysti eldri borgara í Sandgerði

- í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Regluleg hreyfing hægir á öldrun og getur haft góð áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan á efri árum. Bæjaryfirvöld nýs sameinaðs sveitarfélags styðja við heilsueflingu íbúa bæjarins. Það er frítt í sund fyrir alla aldurshópa, þá sem eru skráðir með lögheimili í Garði og Sandgerði. Þá er frítt í leikfimi fyrir eldri borgara einnig í íþróttamiðstöðvum bæjarins. 
 
Nýtt líf segja þeir sem byrja að hreyfa sig reglulega. Það er aldrei of seint að byrja. Í Sandgerði er hópur eldri borgara sem hittist nokkrum sinnum í viku og hreyfir sig saman, karlarnir mæta í einhverja tíma en konur í þá alla. Sumir hafa svo gaman af þessari heilsurækt og mæta í alla tímana á meðan aðrir velja það sem hentar þeim. 
 
Marta Eiríksdóttir og Hilmar Bragi myndatökumaður tóku hús á eldri borgurum í Sandgerði sem voru í morgungöngu- og leikfimi hjá Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur. Innslagið úr Suðurnesjamagasíni er í spilaranum hér að ofan.