Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 10:56

Hættur eftir 50 ár hjá Landhelgisgæslunni

Skipherrann Sigurður Steinar Ketilsson í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta

 
 
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, hefur látið af störfum hjá Landhelgisgæslunni eftir 50 ára starf. Við hittum skipherrann þar sem hann kom á varðskipinu Þór til Keflavíkurhafnar. Sigurður Steinar valdi að koma til sinnar heimahafnar í Keflavík og hafa hana síðustu höfn sem hann kæmi til á varðskipi áður en hann hætti störfum hjá Landhelgisgæslunni.