Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 20:30

Góðar sögur, Lubbi Peace og Beint í æð í þætti vikunnar

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld. Í þætti vikunnar eru þrjú viðfangsefni.

Góðar sögur eru hlaðvarpsþættir sem þau Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson sjá um þar sem rætt er við Suðurnesjafólk um lífið og tilveruna. Við tókum þau tali í hljóðveri þáttanna.

Í gamla bænum í Keflavík er starfrækt lítið stúdíó, Lubbi Peace, þar sem er hægt að taka upp hljóð, halda námskeið, iðka jóga, skrifa bækur eða annað. Suðurnesjamagasín kíkti þangað og ræddi við þau Inga Þór og Önnu Margréti.

Leikfélag Keflavíkur er að fara frumsýna farsann Beint í æð, sem gerist á Landakotsspítala. Við kíktum á æfingu og heyrðum í aðstandendum sýningarinnar sem lofar mjög góðu.

Þá er smá rúsína í pylsuendanum sem áhorfendur eru hvattir til að finna í þættinum og hafa gaman af :)