Fimmtudagur 16. september 2021 kl. 19:30

Gleði í Vogum í Suðurnesjamagasíni

Þróttur í Vogum leikur í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á næsta ári. Við vorum í Vogum þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 2. deild og fögnuðurinn var mikill. Okkar menn tóku fjölmörg viðtöl og fönguðu stemmninguna.

Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku skoðum við einnig nýja aðstöðu fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ræðum við skólameistara og formann nemendafélagsins.

Þá kynnum við okkur nýtt lestrarátak á Suðurnesjum sem heitir Skólaslit og er á hrollvekjandi nótum. Allt um það í þætti vikunnar.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.