Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 11. ágúst 2021 kl. 14:12

Forsætisráðherra: Góður fundur með Suðurnesjamönnum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin hafi átt góðan fund með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í heimsókn ríkisstjórnarinnar. „Við áttum góðar viðræður við Suðurnesjamenn m.a. varðandi atvinnuleysi sem hefur sem betur fer farið minnkandi að undanförnu en líka mörg önnur góð mál,“ sagði Katrín.