Fimmtudagur 28. nóvember 2019 kl. 20:30

Fjörugt og fjölbreytt Suðurnesjamagasín

Það er jólaandi yfir Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Í þættinum er farið til Sandgerðis og tekið þátt í laufabrauðsbakstri.

Suðurnesjamagasín fór til Grindavíkur og tók púlsinn á fjörugum föstudegi. Þar hittum við einnig Sigríði Etnu sem er að gefa út nýja barnabók fyrir jólin þar sem jólasveinarnir þrettán, Grýla, Leppalúði og sjálfur jólakötturinn koma við sögu. Bókin er einnig fallega myndskreytt.

Þá skoðum við nýtt SPA í Sporthúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ og ræðum við hjónin Ara Elíasson og Evu Lind Ómarsdóttur sem hafa rekið heilsuræktina frá árinu 2012 en þau eru ein fjölmargra sem sáu tækifæri í því að gera eitthvað nýtt í miðju hruninu.

Þá förum við í bíó með 100 fótboltastelpum og heyrum í þjálfara þeirra en mikill vöxtur er í knattspyrnu hjá yngri flokkum stúlkna.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.