Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 22:22

Fjölhæfasti Grindvíkingurinn?

Þið sem hafið horft á þættina okkar hafið eflaust séð og heyrt okkur senda hvatningu út til áhorfenda að senda okkur ábendingar um skemmtilegt efni og viðmælendur í þáttinn. Við fengum eina slíka nýlega og hún var um Pálmar Örn Guðmundsson, magnaðan Grindvíking sem er menntaður íþróttafræðingur en hefur síðustu tvö árin fengist við tónlistarsköpun og flutning, sinnt málaralist, kennt kúbverskan salsadans og þjálfað yngstu knattspyrnumenn Grindavíkur. Það gerast eflaust ekki fjölhæfari en þetta.

Pálmar ákvað að semja og flytja eitt lag á viku í 40 vikur þar til hann verður fertugur og í heimsókn okkar tók hann eitt lag fyrir okkur, þar sem hann syngur um það að eldast. Við byrjum innslagið í spilaranum hér á ofan á því lagi.

Viðtalið er ítarlegra en það sem birtist í Suðurnesjamagasíni vikunnar.