Fimmtudagur 26. nóvember 2020 kl. 20:30

Fjölbreytt Suðurnesjamagasín á fjöllum, í hollustu og snúðum

Það er fjölbreyttur þáttur framundan af Suðurnesjamagasíni í þessari viku.

Ellert Grétarsson er að senda frá sér ljósmyndabókina Ísland - náttúra og undur. Bókin er glæsileg en það var ekki tekið út með sældinni að taka myndirnar í bókina. Þannig hraut indverskur fjallagarpur svo hátt að Ellert átti erfitt með svefn í fjallasal á hálendinu.

Hjónin Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir búa í Reykjanesbæ ásamt átta og sex ára börnum sínum. Þau eru bæði menntaðir íþróttafræðingar og fjölskyldan hefur tileinkað sér einkar heilbrigðan lífsstíl. Við hittum þau og ræddum um heilbrigðan lífsstíl og heimakennslu en börnin þeirra ganga ekki í hefðbundinn skóla.

Íbúar Suðurnesja geta nú fengið appelsínugula snúða og kleinuhringi í Sigurjónsbakaríi eða keypt appelsínugular sápur og lagt átaki Soroptimista lið. Við hittum hittum þær Svanhildi og Guðrúnu í bakaríinu hjá Sigurjóni.

Þá endum við þáttinn í Lambafellsgjá en Ívar Gunnarsson vídeóbloggari skoðaði náttúruundrið á dögunum og sendi okkur innslag.