Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 23. apríl 2020 kl. 20:15

Ferðaþjónustan á Suðurnesjum í aðalhlutverki í Suðurnesjamagasíni vikunnar

„Staðan er mjög alvarleg á veirutímum. Suðurnesjamenn eru svo háðir fluginu og ferðaþjónustunni. Fjórði hver vinnandi maður á Suðurnesjum starfar í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan á Reykjanesi er að upplifa það sama hér og annars staðar, eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Það eru engar tekjur og engir ferðamenn og að standa inni í flugstöðinni núna er eitthvað sem maður átti aldrei von á og vonar að komi ekki fyrir aftur þegar þessum faraldri lýkur,“ segir Þuríður Aradóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness.

Þuríður er í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta í þessari viku. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 að kvöldi sumardagsins fyrsta.