Sunnudagur 3. mars 2019 kl. 11:56

Farið yfir stöðuna og tækifærin

á vetrarfundi ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark buðu til vetrarfundar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi hér í Hljómahöll þar sem þau Atli Sigurður Kristjánsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Bláa Lóninu, Theodóra Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Isavia og Edda Kentish, hugmyndasmiður og stefnumótunarráðgjafi hjá Hvíta húsinu fóru yfir stöðu mála fyrir fólk í ferðaþjónustunni hér suður með sjó. 
 
Þá var afhent viðurkenning ferðaþjónustunnar á Reykjanesi en að þessu sinni hlaut Rokksafn Íslands nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar.