Miðvikudagur 21. febrúar 2018 kl. 11:45

Fært fyrir sjóflugvélar á Keflavíkurflugvelli

Mikill vatnselgur er núna á Keflavíkurflugvelli. Flughlöð eru á floti eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem Sigurður B. Magnússon, starfsmaður ISAVIA, setti á netið nú í morgun. Grínast er með það að nú sé orðið fært fyrir sjóflugvélar á Keflavíkurflugvelli, svo mikið er vatnið.