Mánudagur 27. ágúst 2018 kl. 12:42

Eldri bílar og meira fjör á Ljósanótt 2018

- Lögreglustjórinn gaf grænt ljóst á fornbíla á Ljósanótt

Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin í 19.sinn dagana 29.ágúst til 2.september.  Hátíðin er einstök meðal bæjarhátíða landsins með sína mikla áherslu á menningarviðburði en býður að auki uppá fjölda alls kyns skemmtilegra tækifæra fyrir fjölskyldur að njóta lífsins saman.  Yfir 100 viðburðir eru í boði og þó er ekki allt komið fram.

Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á dagskránni og spjallaði við nokkra aðila sem hafa unnið í undirbúningi að hátíðinni.