Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 9. nóvember 2019 kl. 07:43

Einn vinsælasti söngleikur sögunnar settur upp í Reykjanesbæ

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ um aðra helgi en frumsýning verður í Stapa 15. nóvember nk. Tilefnið er 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessu ári en Óperufélagið Norðuróp verður einnig 20 ára.

Undirbúnings- og æfingatímabilið hefur verið langt og strangt en æfingar fyrir söngleikinn hófust í október á síðasta ári. Grunnurinn í sýningunni eru söngnemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en einnig úr kórum af svæðinu en söngvarar koma úr Grindavík, Sandgerði og Garði ásamt söngvurum úr Reykjanesbæ. Þá tekur 35 manna hljómsveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þátt í uppsetningunni.

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kíkti á æfingu á Fiðlaranum á þakinu um síðustu helgi en þar sem rætt er við söngfólk og sýnd tóndæmi frá æfingu.