Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 20:30

Bólusetning, Courtyard by Marriott og Sveindís Jane í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 öll fimmtudagskvöld. Í þætti vikunnar eru viðfangsefnin þrjú.

Við vorum einn dag milli hátíða með Sveinbjörgu Ólafsdóttur, deildarstjóra hjúkrunarmóttöku HSS. Við fórum með henni í sýnatöku vegna Covid-19 og fylgdumst einnig með þegar fyrstu einstaklingarnir á Suðurnesjum voru bólusettir við veirunni skæðu.

Í þættinum förum við einnig í heimsókn í nýjasta hótelið í Reykjanesbæ. Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ var formlega opnað í dag. Við ræddum við Hans Prins sem er hótelstjóri og Ingvar Eyfjörð, sem er framkvæmdastjóri Aðaltorgs sem á og rekur hótelið.

Í lok þáttarins er einnig rætt við Sveindísi Jane Jónsdóttur sem er orðin atvinnukona í knattspyrnu hjá einu sterkasta félagsliði Evrópu. Það viðtal er í heild sinni á vf.is.