Fimmtudagur 29. apríl 2021 kl. 21:00

Blái herinn, Hopp og bólusetningar í Suðurnesjamagasíni

Viðfangsefni okkar í Suðurnesjamagasíni vikunnar eru þrjú að þessu sinni. Fyrst skal nefna Bláa herinn sem var að fá fimm milljóna króna styrk frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja en Blái herinn ætlar að gera Suðurnesjafjörur þær hreinustu á landinu.

Við kynnum okkur einnig Hopp rafskútuleiguna sem er komin til Reykjanesbæjar. Þá fylgjumst við einnig með bólusetningu á Ásbrú en Suðurnesjamenn eru vel staddir þegar kemur að bólusetningu.

Suðurnesjamagasín er frumsýnt á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 21:00.