Mánudagur 22. október 2018 kl. 08:48

Betri stað en Björgina er vart að finna

Björgin er Geðræktarmiðstöð Suðurnesja og þar var staðið fyrir Geðveiku kaffihúsi á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var á dögunum.
 
Einnig var farið í geðræktargöngu í haustblíðunni í Reykjanesbæ.
 
Björgin er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.
 
Markmið Bjargarinnar eru:
 
Að rjúfa félagslega einangrun.
 
Að efla sjálfstæði einstaklinga.
 
Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga.
 
Að draga úr stofnanainnlögnum.
 
Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum.
 
Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað.
 
Í Björgina koma 30-50 manns á dag og yfir mánuðinn eru það um 90 einstaklingar sem eru virkir í starfinu.
 
Það getur verið erfitt fyrir fólk að brjóta ísinn og koma í Björgina í fyrsta skiptið. Því fengum við sjónvarpsmenn Víkurfrétta að kynnast þegar við ræddum við skjólstæðinga Bjargarinnar. Skrefið getur verið erfitt að stíga en allir voru sammála um að betri stað en Björgina væri vart að finna.
 
Meðfylgjandi er innslag úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta um starfið í Björginni og viðtöl við skjólstæðinga hennar.