Miðvikudagur 16. júní 2021 kl. 11:51

Bein útsending: Sjálfbær framtíð Suðurnesja

Kynningarfundur á niðurstöðum Suðurnesjavettvangs er haldinn í Stapa, Hljómahöll frá kl. 12:00 til 14:00 í dag. Á fundinum verða kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði Suðurnesjanna í átt að sjálfbærri framtíð. Suðurnesjavettvangur er samstarf sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum hér að ofan.

„Markmiðið með Suðurnesjavettvangi er að koma á samráði og samtali til að skapa heildstæða framtíðarsýn á Suðurnesjum, sameina grunngildi sveitarfélaganna og ýta undir samstöðu í stórum verkefnum. Einnig að ýta undir sjálfbærni og uppbyggingu svæðisins. Vettvangurinn skapar þá sérstöðu að í samtali og samvinnu allra á svæðinu verður framtíðarsýnin skýrari og viðspyrna okkar hér öflugri,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri samands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Auk þeirra bakhjarla sem standa að fundinum munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, taka þátt í pallborðsumræðum. Að loknum fundi verður undirrituð viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf og uppbyggingu Hringrásargarðs á Suðurnesjum.

Dagskrá fundarins

12:00 Halldóra G. Jónsdóttir fundarstjóri býður fólk velkomið

12:05 Aðdragandi, ferlið og vinnulag – Theodóra S. Þorsteinsdóttir

12:15 Kynning á niðurstöðum málefnahópa – Bjarni Snæbjörn Jónsson

Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf
Velmenntað og heilbrigt samfélag
Traustir og hagkvæmir innviðir
Sjálfbært og aðlaðandi samfélag
12:40 Hringrásargarður – Sorporkustöð – Karl Eðvaldsson

13:00 Sjálfbærni og nýsköpun á Suðurnesjum – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

13:05 Sjálfbær framtíð Isavia – Hrönn Ingólfsdóttir

13:20 Pallborð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra
Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs Isavia
Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco
13:50 Undirritun um samstarf: Hringrásargarðurinn

14:00 Næstu skref og fundarlok