Fimmtudagur 7. maí 2020 kl. 22:44

Áskoranir hjá Keili og myndbandið við Barn

- í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Um 1100 nemendur sækja nám og námskeið á vorönn. Áskoranir eru í rekstri og mikilvægt að gera skólann sjálfbæran, segir Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastóri Keilis, miðstöðvar vísinda og fræða á Ásbrú, í viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku.

„Keilir hefur allt frá stofnun verið framsýnn í tækni og þjónustu við nemendur og því er skólinn vel undirbúinn vegna aðstæðna sem hafa skapast á tímum COVID-19. Við höfum ekki fundið fyrir brottfalli úr námi en að sama skapi haft þetta auðvitað haft áhrif á starfsfólk. Það er ljóst að næstu mánuðir verða áhugaverðir fyrir Keili því við höfum verið að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu á sama tíma og við þurfum að leggja áherslu á að auka námsframboð,“ segir Jóhann Friðrik m.a. í þættinum.

Í Suðurnesjamagasíni sýnum við einnig myndbandið við lagið Barn í flutningi Más Gunnarssonar og Ívu Marínar. Við förum í 90 ára afmæli, fáum stuttar fréttir og sjáum breyttar Víkurfréttir á tímum COVID-19.