Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. október 2020 kl. 12:17

Aron Einar sendir kveðju til nemenda í Njarðvíkurskóla

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu sendi nemendum í Njarðvíkurskóla hvatningaorð í tengslum við mikilvægi lesturs. 

„Hvet ykkur til að lesa, lesa. Ég les alltaf fyrir krakkana mína á kvöldin. Þetta er mikilvægt fyrir orðaforðan. Gangi ykkur vel!“

Njarðvíkurskóli sendir strákunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir stórleikinn gegn Rúmeníu í kvöld!

Myndbandið er partur af lestrarátaki Njarðvíkurskóli sem er unnið í samstarfi við Þorgrím Þráinsson sem hitti landsliðsfyrirliðann á hóteli í Reykjavík í morgun.