Fimmtudagur 10. janúar 2019 kl. 20:30

Arnór Ingvi í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Arnór Ingvi Traustason, atvinnumaður í knattspyrnu, er viðfangsefni okkar í Suðurnesjamagasíni þessarar viku. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta hittu kappann í Reykjaneshöllinni í vikunni, áður en hann hélt til Svíþjóðar þar sem hann leikur með Malmö ff. Viðtalið við Arnór er mjög áhugavert þar sem hann ræðir knattspyrnuuppeldið í Reykjanesbæ, atvinnumennskuna, landsliðsverkefni og barneignir, svo eitthvað sé nefnt.
 
Í þættinum fáum við einnig innsýn í stærra innslag sem verður í næstu viku. Við tókum hús á fjarskiptafyrirtækinu Kapalvæðingu í Reykjanesbæ sem hefur starfað í aldarfjórðung í Keflavík og Njarðvík og rekur þar dreifikerfi sem nær inn á um 80% heimila.

Í þætti vikunnar heyrum við aðeins um upphafið en í næstu viku skoðum við aðrar hliðar rekstursins en nú keppast fjarskiptafyrirtæki um að tengja bæjarbúa við ljósleiðara og koparstrengi.

Þá er fréttapakki í þætti vikunnar. Vakin er athygli á því að útgáfa Suðurnesjamagasín á vef Víkurfrétta er lengri en sú sem sýnd er á Hringbraut en fréttapakkinn er ítarlegri á netinu.