Hegas
Hegas

Pistlar

Þórshamar
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
laugardaginn 28. ágúst 2021 kl. 08:08

Þórshamar

Eyðibýlið Þórshamar stendur á Þórkötlustaðanesi rétt austan Grindavíkur. Þórshamar var byggt árið 1934 af manni að nafni Hafliði sem þótti mikill hagleiksmaður og ber húsið þess merki með bogadregið útskotið með fimm gluggum með frábært útsýni út yfir flæðitjörnina sem húsið stendur við og einnig út á sjóinn. Hafliði þessi flutti úr húsinu um 1950 og seldi það Jóhanni Pétursyni sem lengi var vitavörður á Hornbjargi.

Jóhann hugðist nota húsið sem sumarhús og þegar hann var að vinna við að breyta innanhús féll veggur  yfir hann og slasaðist hann töluvert og fór húsið í eyði um 1960.

Húsið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem fara um nesið og vinsælt mótív ljósmyndara.