Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Pistlar

Lesandi vikunnar: Heillaður af spennusögum
Sunnudagur 17. nóvember 2019 kl. 08:14

Lesandi vikunnar: Heillaður af spennusögum

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Arngrímur Arnarsson, starfsmaður á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ sem er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir. Þar er Arngrímur að vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum.

Hvaða bók ertu að lesa núna?
Ég var að klára Dauðaengillinn eftir Söru Blædel og svo hef ég verið að lesa ferðahandbækur um New York og Paris. Finnst gaman að skrifa upp úr bókum eins og ferðahandbókum.

Hver er uppáhalds bókin?
Ég hef mjög gaman af allskonar spennu- og glæpasögum. Ein af uppáhalds glæpasögunum er Þorpið eftir Ragnar Jónasson.

Hver er uppáhalds höfundurinn?
Einn af mínum uppáhalds höfundum er Friðrik Erlingsson sem skrifaði m.a. Benjamín dúfu.

Public deli
Public deli

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig?
Bækurnar eftir Stephen King. Er nýlega búin að lesa bókina It sem er hrollvekja.

Hvaða bók ættu allir að lesa?
Allir ættu að lesa bækur um mat. Mér finnst gaman að lesa matreiðslubækur til að læra að elda í eldhúsinu.

Hvar finnst þér best að lesa? Mér finnst best að sitja og lesa á skrifborðsstólnum mínum við skrifborðið mitt.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur?
Þorpið eftir Ragnar Jónasson, Harry Potter bækurnar eftir Rowling og Dauðaengillinn eftir Söru Blædel.

Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09 -18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Rafbókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins.

Viltu vera næsti lesandi vikunnar?
Á heimasíðu safnsins http:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.