Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Pistlar

Hvatningin: Aldagömul hvatning stendur fyrir sínu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 14:54

Hvatningin: Aldagömul hvatning stendur fyrir sínu

Öll höfum við þörf fyrir hvatningu. Biblían er full af hvatningarorðum, þar sem við erum hvött áfram við hinar ýmsu aðstæður. Hvatningarorð, oft með fyrirheitum, þar sem eitthvað gott, eitthvað jákvætt, eitthvað uppbyggilegt er framundan. Alltof oft er trúin töluð niður þrátt fyrir að flestir menn hafi innbyggða trúarþörf. Sumir upplifa það sem feimnismál að tala um trú sína af ótta við að vera teknir í bakaríið ef svo má að orði komast. Við þurfum í sjálfu sér ekkert að rökstyðja eða réttlæta trú okkar fyrir öðrum frekar en að við þurfum að réttlæta eða rökstyðja ást okkar á maka eða börnum fyrir öðrum.

Lítum á nokkur dæmi, hvatningarorð úr Biblíunni:
„Sælir eru syrgjendur því að þeir munu huggaðir verða.“ „Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.“ „Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu því að þeir munu saddir verða.“ „Þér eruð salt jarðar.“ „Þér eruð ljós heimsins.“ „Hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd.“ „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“

Og þetta eru bara brot úr tveimur köflum í Matteusarguðspjalli. Gluggum í Guðs orðið, það hefur reynst mannkyni vel um aldir.

Kær kveðja,
Sigurður Grétar Sigurðsson,
sóknarprestur Útskála- og Hvalsnessókna.

Public deli
Public deli