ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Pistlar

Góðhjartaður fótboltakappi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 23. apríl 2022 kl. 08:55

Góðhjartaður fótboltakappi

Nadir Simon Moukhliss er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Honum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og langar að ná langt á því sviði. Nadir er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 10. bekk.

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Myllubakkaskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Utan skóla er ég mikið í fótbolta, vinna og hitta vini.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Samfélagsfræði útaf það eru alltaf svo mörg hópverkefni.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Kristó útaf hann er rugl góður í fótbolta og hann er með mesta metnaðinn.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Skemmtilegasta saga ... ég án djóks veit það ekki.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Fyndnastur í skólanum er örugglega Máni.

Hver eru áhugamálin þín?
Fótbolti.

Hvað hræðistu mest?
Ég hræðist mest að slíta krossband eða eitthvað sem kæmi í veg fyrir að ég gæti spilað fótbolta.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Uppáhaldslagið mitt er Starlight með Dave.

Hver er þinn helsti kostur?
Helsti kosturinn minn er að ég er góðhjartaður. 

Hver er þinn helsti galli?
Ég er mjög athyglissjúkur, er stundum einum of mikið.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
TikTok er mest notað í símanum mínum.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er góðhjartað.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar alveg mjög mikið að komast langt í fótbolta strax en ég held að ég fari bara í framhaldsskóla.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Flottur.