Max Norhern Light
Max Norhern Light

Pistlar

FS-ingurinn: Vill að nemendur stundi betur félagslíf skólans
Laugardagur 21. mars 2020 kl. 07:36

FS-ingurinn: Vill að nemendur stundi betur félagslíf skólans

„Búið að bæta mikið félagslíf skólans undanfarin ár en nemendur mættu vera duglegri að mæta á viðburðina,“ segir Jóna Kristín Einarsdóttir, sem er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Á hvaða braut ertu? Á fjölgreinabraut.

Hvar býrðu og hvað ertu gömul? Keflavík og er sautján ára.

Hver er helsti kosturinn við FS? Hvað skólinn er nálægt húsinu mínu og nánast allir vinir mínir eru í FS.

Hver eru áhugamálin þín? Hreyfing, að ferðast og vera með vinum mínum.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Egill Darri aka Gillson Bandura því hann á framtíðina fyrir sér í DJ-bransanum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Salvör er mjög fyndin.

Hvað sástu síðast í bíó? Mig minnir Annabelle.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco og tyggjó.

Hver er helsti gallinn þinn? Ég mæti mjög oft seint.

Hver er helsti kostur þinn? Ég er mjög jákvæð.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Facebook og Instagram.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi breyta fjarvistakerfinu.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það gæti verið betra þó að búið sé að bæta það mikið á síðustu árum. Nemendur skólans mættu vera duglegri að taka þátt í félagslífinu og mæta á viðburðina.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefni á háskólanám og langar að vinna sem hjúkrunarfræðingur eða osteopati.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Hvað allt er nálægt og auðvelt að fara á milli staða.

Uppáhalds...

...kennari: Kolla Marels og Anna Rún.

...skólafag: Danska.

...sjónvarpsþættir: Friends.

...kvikmynd: Grease.

...hljómsveit: Queen en Beyoncé
er uppáhaldssöngkona.

...leikari: Jennifer Aniston.