Pistlar

FS-ingurinn: Krullurnar í hárinu mesti kosturinn
Sunnudagur 15. mars 2020 kl. 08:25

FS-ingurinn: Krullurnar í hárinu mesti kosturinn

Krullurnar í hárinu eru helsti kostur hans og heiðarleiki er eiginleiki í fari annarra sem hann kann að meta. Jón Grímsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á hvaða braut ertu?

Sálfræðibraut.

Hvar býrðu og hvað ertu gamall?

Grindavík og er sautján ára.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Ég held formi við að labba upp stigann.

Hver eru áhugamálin þín?

Tónlistin.

Hvað hræðistu mest?

Táneglur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Steini kisi, hann er áberandi og klikkaður tónlistarmaður.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Hafliði.

Hvað sástu síðast í bíó?

Bad Boys for Life.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Fleiri drykki og lægra verð.

Hver er helsti gallinn þinn?

Hárlínan mín er skrítin.

Hver er helsti kostur þinn?

Ég er með krullur.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?

Snapchat, Instagram og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa mætingakerfið aðeins fjölbreyttara og setja fleiri dósapoka um skólann.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Heiðarleiki.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ehhhhhhhhhh.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Sáli eða tónlistamaður.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Ég get keyrt norður.

Uppáhalds:

...kennari: Bagga, hún er góð í stærðfræði.

...skólafag: Stærðfræði því Bagga er góð í stærðfræði.

...sjónvarpsþættir: Vikings.

...kvikmynd: Kung Fu Panda.

...hljómsveit: Kaleo.

...leikari: Jason Mamoa.