Pistlar

FS-ingurinn: Fyndni og jákvæðni
Laugardagur 15. febrúar 2020 kl. 07:32

FS-ingurinn: Fyndni og jákvæðni

Gunnar Geir Sigurjónsson er 17 ára og segist vera fyndinn og jákvæður. Hann er FS-ingur vikunnar:

Á hvaða braut ertu?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Félagsfræðibraut.

Hvar býrðu og hvað ertu gamall?

Bý í Innri Njarðvík og er sautján ára.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Að skólinn er nálægt og Heba.

Hver eru áhugamálin þín?

Bílar og kerlingar.

Hvað hræðistu mest?

Að drukkna og köngulær.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Vala Marie verður TikTok stjarna.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Natan Rafn.

Hvað sástu síðast í bíó?

Nýju Star Wars.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Klárlega orkudrykki.

Hver er helsti gallinn þinn?

Mjög stressaður.

Hver er helsti kostur þinn?

Fyndinn og jákvæður.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?

Snapchat, Spotify og Instagram.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?

Mætingarreglunum og mötuneytinu.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki og góður húmor.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Bara fínt.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Enga hugmynd.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?

Það er stutt í næsta flug af Klakanum.

Uppáhalds...

...kennari:

Anna Taylor.

...skólafag:

Sálfræði.

...sjónvarpsþættir:

Breaking Bad.

...kvikmynd:

The Notorious.

...hljómsveit:

The Police.

...leikari:

Sacha Baron Cohen.