Max Norhern Light
Max Norhern Light

Pistlar

FS-ingur vikunnar: Ef þú ert með rétta fólkinu
Sunnudagur 9. febrúar 2020 kl. 09:30

FS-ingur vikunnar: Ef þú ert með rétta fólkinu

... þá er félagslífið helsti kostur FS segir Katrín Júlía Daníelsdóttir, 16 ára Njarðvíkurmær sem stundar nám á hárgreiðslubraut. Katrín Júlía er FS-ingur vikunnar.

Hvað heitir þú fullu nafni?
Katrín Júlía Daníelsdóttir.

Á hvaða braut ertu?
Hárgreiðslubraut.

Hvaðan ertu og hvað ertu gömul?
Ég er úr Njarðvík og er sextán ára.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið, ef þú ert með rétta fólkinu.

Hver eru áhugamálin þín?
Hárgreiðsla og hundar.

Hvað hræðistu mest?
Köngulær.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Sveinn Andri, hann er bara þannig týpa.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Reynir Aðalbjörn.

Hvað sástu síðast í bíó?
Last Christmas.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Orkudrykki.

Hver er helsti gallinn þinn?
Ég er feimin.

Hver er helsti kostur þinn?
Er oftast glöð.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Tik Tok.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Auðvitað fjarvistarkerfinu.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Húmorinn.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst það geggjað.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Hárgreiðslukona.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Skemmtilegt fólk hérna.