Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Pistlar

Er ekki aðdáandi geitunga
Laugardagur 26. október 2019 kl. 07:30

Er ekki aðdáandi geitunga

Kristinn Guðmundsson er FS-ingur vikunnar

Kristinn Guðmundsson er átján ára Njarðvíkingur og nemi á Fjölgreinabraut sem segir Hauk kennara vera fyndnastan í skólanum. Ef hann væri skólameistari FS þá gæfi hann öllum frí á föstudögum!

Hvað heitir þú á fullu nafni?

Kristinn Guðmundsson.

Á hvaða braut ertu?

Fjölgreinabraut.

Hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Átján ára Njarðvíkingur.

Hver er helsti kostur við FS?

Að skólinn sé rétt handan við hornið þannig maður getur stokkið heim milli tíma.

Hver eru áhugamálin þín

Hef mikinn áhuga á bílum.

Hvað hræðistu mest?

Verð að viðurkenna að ég er ekki helsti aðdáandi geitunga.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Ég myndi segja Veigar Páll því hann er að brillera í körfunni.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Það myndi vera Haukur kennari.

Hvað sástu síðast í bíó?

Ég einfaldlega man það ekki.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Það bráðvantar orkudrykki.

Hver er helsti gallinn þinn?

Ég er mjög þrjóskur.

Hver er helsti kostur þinn?

Ég er duglegur.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?

Snapchat, Instagram og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?

Ég myndi fjölga bílastæðunum og ekki vera með kennslu á föstudögum.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Ég myndi segja að það væri húmorinn.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Ég tekið lítið sem engan þátt í því þannig ég veit voða lítið um það.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Ég einfaldlega veit það ekki, eina sem ég veit er að ég ætla klára stúdentinn sem fyrst.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?

Mér finnst bara staðsetningin, stutt í allt.

Uppáhalds...

...kennari?

Haukur Ægis.

...skólafag?

Íslenska.

...sjónvarpsþættir?

Brooklyn 99.

...kvikmynd?

Rush.

...hljómsveit?

Queen.

...leikari?

Tom Hanks.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs