Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

„Ólýsanlegt og dáleiðandi að horfa á hraunið koma upp úr jörðinni“
Laugardagur 3. apríl 2021 kl. 14:26

„Ólýsanlegt og dáleiðandi að horfa á hraunið koma upp úr jörðinni“

Jóhann Rúnar Kristjánsson,  fulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, fékk sérstaka undanþágu til að fara að gosstöðinni í Geldingadölum á sérútbúnum jeppa, enda Jóhann bundinn við hjólastól.

Hvernig á að halda upp á páskana?

Public deli
Public deli

Í huganum fer ég til sólarlanda og í þvílíka afslöppun en í rauntíma verð ég bara á klakanum, förum í mat til Nonna og Sirrý (tengdó) á föstudaginn langa og svo kíkjum við á mömmu og pabba. Annars verða þetta bara rólegheitar páskar.

Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat?

Einu hefðirnar hjá mér er að hafa bílinn hreinan um páskana og hafa það kósý, borða góðan mat, allskonar mat og engar hefðir þar, en gott að hitta fjölskylduna.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum?

Mig hefur langað að vera erlendis um páska en það þarf að bíða, svo var einhver pæling að vera fyrir norðan um páska en það bíður líka.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt?

Nóa páskaegg er í uppáhaldi hjá mér, er með eitt tilbúið á náttborðinu sem heitir Nóa tromp egg.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur?

„Oft eru dáin hjón lík“ (Sverrir Stormsker) og  „Oft eru bændur út á túni“.

Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?

Ég er foxxillur, reiður, sár, pirraður og fl. í þeim dúr, pirraður út í ríkistjórnina að standa ekki fastar í lappirnar með landamærin. Það átti að vera búið að loka þeim alveg fyrir almenning punktur.

Enn fyrst við erum komin á þennan stað einu sinni enn þá verðum við að massa þetta, sem betur fer er ekki mikið álag á heilbrigðiserfið eins og í fyrri bylgjum.

Ertu búinn að fara á gosstöðvar og hvernig var upplifunin?

Já, ég er búin að fara að gosstöðvunum og það var geggjað og algjörlega ólýsanleg upplifun.

Fór síðasta föstudag með Gumma mági mínum, pabba, Sigga og Stjána. Gummi mágur á sérútbúin fjallabíl á 38 tommu dekkjum. Gummi og Íris systir fengu tilskilin leyfi hjá lögreglu og aðgerðarstjórn til að keyra upp að gosinu þar sem ég er lamaður og notast við hjólastól alla daga.

Þetta var sama tilfinning og þegar ég kom inn á opnunarhátíð sem fánaberi Íslands á ólympíuleikana í Aþenu 2004 svona „wow moment“ þegar við keyrðum yfir síðasta fjallið, það var eins og við kæmum inn í leikmynd. Ólýsanlegt og dáleiðandi að horfa á hraunið koma upp úr jörðinni.