Blik í auga
Blik í auga

Mannlíf

Vinnuskólakrakkar duttu í lukkupottinn
Fimmtudagur 9. júlí 2020 kl. 11:05

Vinnuskólakrakkar duttu í lukkupottinn

Vinnuskólakrakkar sem voru að störfum á Vatnsnesi í vikunni duttu heldur betur í lukkupottinn í hádeginu á þriðudag. Þá barst þeim óvænt matarboð þar sem þeim var boðið í hamborgara, franskar og gos á pallinum við KEF restaurtant á Hótel Keflavík. Alls mættu 33 starfsmenn vinnuskólans í veisluna og tóku vel til matar síns.

„Frábærir krakkar og þakklátir með eindæmum. Björt framtíð í bænum okkar,“ segir í skeyti sem fylgdi ljósmynd úr matarboðinu.