Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Vímuefnalaus verslunarmannahelgi draumurinn
Hulda Dagmar Lárusdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 19:00

Vímuefnalaus verslunarmannahelgi draumurinn

Hulda Dagmar Lárusdóttir er Njarðvíkingur og á tvær dætur og tvö ömmubörn. Hún hefur verið eróbikkennari og einkaþjálfari í 33 ár, kennir í Lífsstíl og er flugfreyja hjá Icelandair.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ekkert planað. Ég hef yfirleitt verið heima um þessa helgi eða þá að vinna.“

Public deli
Public deli

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Þegar ég fór á bindindismót i Galtalæk með Stúkunni sem var og hét með Hilmari Jónssyni (Búkka). Ég var þá þrettán ára og var alltaf mjög hrædd við fólk sem var ölvað á svona mótum og fór þess vegna ekki en fór svo einu sinni í Húsafell. Þá var ég sextán ára og svaf lítið þá helgi. Ég var alltaf á vaktinni vegna ölvunar á fólkinu.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Það er mikilvægt að þessi helgi fari friðsamlega fram og hjá mér er mikilvægt að hafa fjölskylduna mína hjá mér. Það væri best ef hægt væri að hafa svona stóra helgi vímuefnalausa.“