Mannlíf

Vill fá sjálfsala í mötuneytið
Laugardagur 5. október 2019 kl. 08:16

Vill fá sjálfsala í mötuneytið

Andri Sævar Arnarson er FS-ingur vikunnar í VF

Andri Sævar Arnarson er 16 ára, metnaðarfullur nemi í FS sem segir hressleika vera besta eiginleika í fari fólks. Við tókum púlsinn á Andra sem er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Á hvaða braut ertu? Íþrótta- og lýðheilsubraut.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Ég er sextán ára, fæddur og uppalinn í Keflavík.

Hver er helsti kostur FS? Hann er staðsettur á Suðurnesjum.

Hver eru áhugamálin þín? Hreyfing og leiklist.

Hvað hræðistu mest? Ísabellu Lind.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sindri Gylfason, vegna þess að hann er svo sniðugur.

Hver er fyndnastur í skólanum? Alexander Máni.

Hvað sástu síðast í bíó? IT: Chapter 2.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Sjálfsala.

Hver er helsti gallinn þinn? Að taka ákvarðanir.

Hver er helsti kostur þinn? Ég hef mikinn metnað.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Safari.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja sjálfsala í matsalinn.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hressleikinn.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er ágætt.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða leikari eða þjálfari.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Stutt í allt, stutt upp í flugstöð, stutt á æfingar, stutt í bæinn.

Uppáhalds...

...kennari?

Andrés.

...skólafag?

Dans.

....sjónvarpsþættir?

Brooklyn nine nine.

...kvikmynd?

Baby driver.

...hljómsveit?

KALEO.

...leikari?

Jim Carrey.