Samfylkingin
Samfylkingin

Mannlíf

Vill engan viðbjóð um verslunarmannahelgina
Föstudagur 2. ágúst 2013 kl. 10:35

Vill engan viðbjóð um verslunarmannahelgina

Man ekkert eftir Uxa

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Garðbúinn Magni Freyr Guðmundsson ætlaði sér að fara með fjölskylduna til Akureyrar um helgina en veðrið er honum hreint ekki að skapi þar nyðra.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?

Viðreisn
Viðreisn

„Famílían ætlaði að taka stefnuna norður á Akureyri en þá er bara spáð einhverjum viðbjóð í veðrinu þar. Persónulega er mér illa við viðbjóð svo það er ekki enn komið á hreint hvert við förum, er ekki annars spáð viðbjóði um allt land? Enda örugglega bara heima að hlusta á Basshunter.“

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?

„Uxi '95 á Kirkjubæjarklaustri, toppar ekkert þá veislu; veðrið, tónlistin, partýið. Man ekkert eftir þessari helgi.“

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?

„Er það ekki bara þetta klassíska? Engann viðbjóð í veðrakortunum, fólk sem er ekki bjánar og almennilega tónlist. Ég er kannski að fara fram á of mikið hérna?“